Bransadagar – sæktu um snemma og fáðu afslátt

Bransadagar RIFF’s fara fram dagana 5. -9. október 2016. Þar koma saman kvikmyndagerðarmenn og bransafólk sem deilir nýjum hugmyndum, skapar tengsl og finnur tækifæri til nýrra verkefna, tengsla og vinskaps.

Á bransadögum kynnist þú kvikmyndagerðarfólki á Íslandi sem og gestum annars staðar að úr heiminum. Við höfum málstofur fyrir þá sem þyrstir í þekkingu og pallporðsumræður um þau málefni sem brenna á hverju sinni. Íslenski kvikmyndaiðnaðruinn samanstendur af ólíkum einstaklingum sem eiga að baki mikla reynslu og þekkingu í þróun, framleiðslu og dreifingu.

Innblað

Í ár verða íslenskar myndir heiðraðar sérstaklega, en árið 2015 unnu íslenskar myndir til meira en 100 alþjóðlegra verðlauna. En eins og þekkt er hlaut kvikmyndir Hrútar Un Certain Regard verðlaun á Cannes, Þrestir unnu Gullskelina sem besta kvikmyndin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í San Sebastián og sem besta myndin í 1-2 keppninni á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni i Varsjá og kvikmyndin Fúsi hlaut kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs og vann til þriggja verðlauna á Tribeca hátíðinni í New York.

Á dagskrá verða meistaraspjöll með Daron Aronofsky og Alejandro Jodorowsky. Pallborðsumræður um íslenska tónlist. Kynning á íslenskum verkum í vinnslu í samstarfi við kvikmyndamiðstöð Íslands, þetta eru stuttmyndir, heimildamyndir og myndir í fullri lengd sem hafa verið fjármagnaðar að hluta eða öllu leyti og eru mislangt á veg komnar í framleiðslu. Heimsókn í framleiðslufyrirtæki. Bransadagapartí, verðlaunaathöfn og síðast en ekki síst…

18643900368_d680f00f84_k

…hin margfræga ferð á tökustaði. Kvikmyndatökur á Íslandi hafa notið sívaxandi vinsælda meðal erlendra framleiðenda vegna þeirrar stórbrotnu margbreytilegu náttúru sem hér er að finna. Kvikmyndir eins og Batman Begins, Flags of our fathers, Game of thrones, The secret life of Walter Mitty, Interstellar og Noah eru aðeins örfá dæmi um þær myndir sem teknar hafa verið upp hér á landi í samvinnu við íslensk framleiðslufyrirtæki. Ferðin er dagsferð á alla helstu tökustaði á Íslandi.

18832069865_ed69f65e01_b

Hér geturðu sótt um að taka þátt í bransadögum. Það er sérstakur afsláttur fyrir þá sem sækja um fyrir 15. júlí.

Nánari upplýsingar um bransadaga eru hér