Bransinn

RIFF heldur sérstaka Bransadaga fyrir kvikmyndagerðarmenn og kvikmyndasmiðju fyrir ungt hæfileikafólk, sem ber heitið Reykjavík Talent Lab. Bransadagar og Reykjavík Talent Lab fara fram á meðan á hátíð stendur. RIFF hátíðin fer fram í þrettánda sinn dagana 29. september til 9. október.

Bransadagar eru sá hluti dagskrár RIFF sem snýr að fagfólki í kvikmyndagerð. Á bransadögum er sérhönnuð dagskrá þar sem ofið er saman fræðslu og skemmtun með það að markmiði að liðka fyrir samstarfi þvert á landamæri. Á fyrri hátíðum hefur hátíðin staðið fyrir kynningum á hæfileikaríkum innlendum listamönnum, haldið málþing og kynningarfundi.