Bransadagar

Bransadagar RIFF hafa það að markmiði að greiða götununa fyrir samstarfi milli landamæra. Á síðustu hátíðum höfum við verið með kynningu á íslenskum listamönnum haldið námskeið og pallborðsumræður og hjálpað til við tengslamyndun. Við höfum lagt sérstaka áherslu á íslenska kvikmyndaiðnaðinn sem er sérlega fjölbreyttur með reyndu fólki á öllum sviðum framleiðslunnar.

Dagskráin fyrir bransadaga 2016 er enn í vinnslu en hér að neðan má sjá drög að henni.

 

Meistaraspjall með leikstjóranum Alejandro Jodorowsky

Jodorowsky er þekktur fyrir költ myndir eins og El Topo og The Holy Mountain. En nýlega frumsýndi hann nýjustu mynd sína Endless Poetry sem er einskonar sjálfsævisöguleg skoðun á ferli hans. Jodorowsy hefur einnig skrifað fjöldan allan af teiknimyndasögum meðal annars The Incal sem af mörgum er talin ein besta myndasögusería allra tíma. Þessi 87 ára gamli listamaður er ein aðalgesta RIFF í ár. Við erum mjög þakklát fyrir að hann sjái sér fært heimsækja okkur.

Meistaraspjall með leikstjóranum Darren Aronofsky

Aronofsky er þekktur fyrir myndir eins og Noah, Black Swan, Requiem for a Dream, Pi og the Fountain. Aronofsky hefur verið tilnefndur til fjölda alþjóðlegra verðlauna fyrir kvikmyndir sínar og var tilnefndur til Óskarsverðlauna sem besti leikstjórinn fyrir myndina Black Swan. RIFF hlakkar til að fá þennan hæfileikaríka leikstjóra til landsins.

Heiðursverðlaunaafhending RIFF með Alejandro Jodorowsky og Darren Aronofsky

Það er löng hefð fyrir þessum hátíðlega viðburði á RIFF sem hefur undanfarin ár farið fram á Bessastöðum. Meðal listamanna sem hafa hlotið heiðursverðlaunin eru Jim Jarmusch, Aki Kaurismaki, Béla Tarr, Milos Forman, Susanne Bier, James Gray, Mike Leigh og David Cronenberg. Þetta er alvöru!

Nýjar íslenskar kvikmyndir í vinnslu

Við bjóðum gestum bransadaga í samvinnu við kvikmyndamiðstöð Íslands á kynningu á Íslenskum kvikmyndaverkefnum í vinnslu. Verkefnin eru stuttmyndir, heimildamyndir og kvikmyndir í fullri lengd sem hafa allar verið fjármagnaðar að einhverju leyti en eru mislangt komnar í framleiðsluferlinu.

Einungis fyrir boðsgesti!

Kynnist íslenskum kvikmyndatónskáldum

Íslenska tónlistarsenan hefur vakið mikinn áhuga á Íslandi allt frá því Björk Guðmundsdóttir sigraði heiminn með tónlist sinni. Svo virðist sem engin takmörk séu fyrir hæfileikum íslenskra tónlistarmanna og þeir hafa haft áhrif á kvikmyndaiðnaðinn svo um munar. Ólafur Arnalds hlaut BAFTA verðlaun fyrir tónlistina í sjónvarpsþáttunum Broadchurch (2013 og 1015). Jóhann Jóhannson hefur tvisvar verið tilnefndur til Óskars- og BAFTA verðlauna og hlaut Golden Globe verðlaun fyrir bestu frumsömdu tónlistina í myndinni The Theory of Everything.

Tónlist hljómsveita eins og Sigur Rósar og Of Monsters and Men hafa verið áberandi í mörgum kvikmyndum, en þetta er bara lítið brot af íslensku hæfileikafólki.

Sýn verða brot úr kvikmyndum og sjónvarpsþáttum þar sem við kynnum nokkur af helstu kvikmyndatónskáldum Íslands.

Spurt og svarað með Daða Einarssyni listrænum stjórnanda RVX

Daði Einarsson er einn stofnanda og listrænn stjórnandi RVX og hefur leitt fyrirtækið frá því það var stofnað árið 2008. Hann hefur umtalsverða reynslu á erlendri grundu, en hann hefu runnið með The Mill og Framestore í London, New York og Reykjavík. Daði hefur unnið með framúrskarandi leikstjórum og hefur meðal annars séð um tæknibrellur í myndum eins og Harry Potter, Contraband, 2 Guns. Hann hefur unnið til verðlauna fyrir tæknibrellur í Gravity og Everest.

Ferð á tökustaði

Það færist sífellt í aukana að alþjóðlegt kvikmyndagerðarfólk velji að taka upp myndir á Íslandi í þeirri stórbrotnu náttúru sem landið býður upp á. Myndir eins og Batman begins, Flags of our fathers, Game of thrones, The secret life of Walter Mitty, Interstellar og Noah eru aðeins örfá dæmi um þá tökustaði og meðframleiðslu sem er í boði á Íslandi. Ferðin er um það bið 6 klukkutímar og nær yfir helstu tökustaði á Íslandi. Þessu má enginn missa af!

Heimsókn í Saga Film

Saga Film hefur yfir 35 ára reynslu af kvikmyndaframleiðslu. Upphaflega var áherslan á þjónustu á tökustöðum fyrir stórmyndir eins og View to a kill, Batman Begins og Tombraides. Þaðan lá leiðin yfir í íslenskar auglýsingar þar sem saga film hafði lengi forystu. Undanfarin ár hefur Saga Film verið einn aðalframleiðandi á Íslenskum sjónvarpsþáttum og heimildamyndum.

Reykjavík Pitch Session

Nánari uppslýsingar um það síðar.