Thors sjóðurinn

Rithöfundurinn Thor Vilhjálmsson (1925 – 2011) var einhver mesti vinur Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík (RIFF) allt frá upphafi hennar árið 2004. Við fráfall hans ákvað hátíðin að minnast hans með varanlegum hætti með stofnun Minningarsjóðs Thors Vilhjálmssonar. Sjóðurinn veitir verðlaun fyrir bestu íslensku stuttmyndina árlega og falla þau í skaut íslensks leikstjóra sem þykir skara fram úr í list sinni.

Markmið hátíðarinnar er að efla kvikmyndalist- og vitund á Íslandi. Áhersla er lögð á framsækna kvikmyndagerð og nýja kvikmyndaleikstjóra. Verðlaun úr sjóðinum falla að ríkri áherslu RIFF á unga kvikmyndagerðarmenn.