Creative Europe MEDIA 25 ára

MEDIA áætlun Evrópusambandsins fagnar 25 ára afmæli í ár. Frá árinu 1991 hefur MEDIA áætlunin styrkt evrópska kvikmynda- og margmiðlunargeirann (þar á meðal kvikmynda-, sjónvarpsþátta- og tölvuleikjagerð) til að koma á framfæri einstakri fjölbreytni evrópskrar menningar. Meira en 336 milljarðar ISK hafa verið veittar til þess að tengja saman fagfólk og ná til nýrra áhorfenda.

MEDIA áætlunin hefur verið einn helsti styrktaraðili RIFF undanfarin ár og án hennar gætum við ekki boðið upp á jafn fjölbreytta og glæsilega dagskrá og við höfum haft metnaði til síðustu ár. MEDIA hefur einnig styrkt fjölda annarra verkefna á Íslandi t.d. þáttaröðina Ófærð sem  Það leikur engin vafi á því að MEDIA hefur auðgað íslenskt menningalíf.

Árið 2016 verður stofnaður tryggingarsjóður að upphæð 17 milljarðar ISK með það að markmiði að tryggja lán til verkefna stofnana eða fyrirtækja í skapandi greinum, sem eykur samkeppnishæfni þeirra. Evrópusambandið (stefnumótun, fjármál, samskipti), skrifstofa framkvæmdarstjórnar EAC (Education, Audiovisual & Culture) og upplýsingastofur Creative Europe bera ábyrgð á framkvæmd MEDIA.

Þegar Íslendingar hófu þátttöku í MEDIA áætlun ESB voru aðeins örfáar kvikmyndir sem fengu dreifingu erlendis. Með styrkjum til dreifingar fengu áhorfendur í 26 Evrópulöndum tækifæri til að sjá tvær íslenskar kvikmyndir árið 2015. Með því að örva samstarf, samframleiðslu og dreifingu kvikmynda á milli landa, stuðlar Creative Europe/MEDIA að útbreiðslu evrópskrar menningar.

Hér að neðan eru myndbönd þar sem hægt er að sjá brot úr hinum ýmsu verkefnum sem MEDIA hefur styrkt. TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ OG STÓRT ÞAKKLÆTI TIL YKKAR FRÁ RIFF!

Creative-Europe-MEDIA---25-years