Barnakvikmyndahátíð

Barnakvikmyndahátíð RIFF verður haldin í fyrsta sinn frá 26. sept. til 28. sept. í Norræna húsinu. Hér getið þið séð dagskránna fyrir yngstu kvikmyndaáhofendurnar. Allar myndirnar eru sýndar á upprunalegu tungumáli en íslenskir leikarar verða á staðnum og talsetja myndirnar.

 

LAUGARDAGUR, 26. september Opnun hátíðarinnar:

11:00 – 14:00 Dagskrá fyrir 4 ára og eldi og 10 ára og eldri sýnd í upprunalegri útgáfu. Leikararnir Vanessa Andrea Terrazas, Hafsteinn Vilhelmsson og Þórunn Guðlaugsdóttir verða á staðnum og talsetja.

14:30  Opnunarhátíð. Andlitsmálning í boðið Sirkuss Íslands og opnun á myndasýningunni „Lundi litli fer í bíó“

15:00 Opnunarmyndin The Golden Horse fyrir börn 6 ára og eldri verður sýnd. Talsett af Thelmu Marín Jónsdóttur.

 

Sunnudagur 27. september

11:00-14:00 Dagskrá fyrir 4 ára og eldri og 6 ára og eldri. Sýnd í upprunalegri útgáfu talsett af leikurunum Vanessu Andreu Terrazas, Hafsteini Vilhelmdsyni og Þórunni Guðlaugsdóttur.

15:00 Youth programme 14+ with Secret Icelandic Short and Special Guests, moderated by Thelma Marín Jónsdóttir.

 

Mánudagur 28. september.

16:30 Lokahátið með rauðum dregli og paparazzi ljósmyndurum. Vinningar teiknisamkeppninnar „Lundi litli fer í bíó“ verður kynntur.

17:00 Lokamynd. Eistneska myndin The Secret Society of Soup Town verður sýnd. Talsett af Thelmu Marín Jónsdóttur.

Skoða dagskrá 6 ára og eldri    Skoða dagskrá 10 ára og eldri   Skoða dagskrá 14 ára og eldri

Dagskrá fyrir 4 ára og eldri

Norræna húsið 26. sept kl 13:00 og 27. sept kl 13:00

Kaupa miða

babysitter

BARNAPÍAN/THE BABYSITTER/POROSENOK NYANYA

Natalya Berezovaya – Rússland – 2014 – 6 mín

Líf litla gríssins er gæfurríkt. Þegar foreldrar hans þurfa að fara kemur einhver og hugsa um hann og bræður hans.

 

littlebird

LITLI FUGLINN OG ÍKORNINN/THE LITTLE BIRD AND THE SQUIRREL/DER KLEINE VOGEL UND DAS EICHHÖRNCHEN

Lena von Döhren – Sviss – 2015 – 5 mín

Það er haust. Á greininni hangir rautt laufblað. Svartur fugl kemur og vökvar það. Skyndilega kemur íkorni og stelur grænu vökvarakönnu fuglsins. Fuglinn eltir útsmogna þjófinn. Þetta er upphafið að eltingarleik gegnum skóginn. En fyrir aftan tré bíður rauður grimmur refur.

 

airplane

MAMMA MÍN ER FLUGVÉL!/MY MOM IS AN AIRPLANE!/MOIA MAMA – SAMOLET/MAMMA MÍN ER FLUGVÉL!

Yulia Aronova – Rússland– 2013 – 6 mín

Hún getur flogið

Fjöllin eru vinir hennar

Hún fer hratt yfir himininn.

Þetta er mamma mín, flugvélin!

 

pawo

PAWO

Antje Heyn – Þýskaland – 2015 – 7 mín

PAWO (orðið merkir að vera hugrakkur í Tíbet) er töfrandi ævintýri leikfangafígúru sem er stödd í forvitnilegum heimi. Þökk sé óvenjulegum félagsskap kemst hún smám saman að því hverjir hæfileikar hennar eru. PAWO fjallar líka um hugrekkið sem felst í því að horfast óttalaus og full trausts í augu við lífið þrátt fyrir að eitthvað sé öðruvísi en þú vilt hafa það.

 

costeo

COUSTEAU LITLI/LITTLE COUSTEAU/MALY COUSTEAU

Jakub Kouril – Tékkland – 2013 – 8 mín

Þessi stutta teiknimynd, sem fjallar um lítinn strák sem þráir neðansjávar ævintýri í borg sem er þakinn snjó, er virðingarvottur við Jacques Cousteau.

 

herman

HERMAN’S HEART/HERMAN’S HJERTE/HJARTA HERMANNS

Anne Kristin Berge – Noregur – 2014 – 8 mín

Herman býr í sátt og samlyndi með bangsanum sínum í stóru tré með fallegum garði í kring. Nótt eina birtist óvæntur og óvelkominn gestur. Þegar Herman hendir gestinum út kemur stormur og han neyðist því að fara út og bjarga honum. Við fylgjum Hermani í gegnum dimma þoku þar til hann áttar sig á því að það er pláss fyrir marga í hjarta hans og þokunni léttir.

 

ailin

WHEN AILIN KISSED LARS/DA AILIN KYSSET LARS/ÞEGAR AILIN KYSSTI LARS

Benjamin Ree – Noregur – 2014 – 12 mín

Lars er kærastinn hennar Ailin á leikskólanum og þau eru ástfanginn. Þau leika sér við hvort annað á hverjum degi og geta ekki séð af hvoru öðru. Dag einn þegar hin 5 ára Ailin kemur á leikskólann, finnur hún ekki Lars. Hann er orðinn 6 ára og er byrjaður í skóla.

Dagskrá 4 ára og eldri er 52 mínútur

 

Dagskrá fyrir 6 ára og eldri  

Norræna húsið 27. sept kl 11:00

Kaupa miða                                                                                    

 imaginarium

ÍMYNDUN/IMAGINARIUM

Pedro Resende, Carlos Quesada, Helene Viczaino Cuenca –Portúgal – 2013 – 7 mín

Hversu öflugt getur ímyndunaraflið verið? Þegar strák langar að sýna stelpu í bekknum mynd eftir sig dragast þau inn í ímyndaðan heim sem verður ævintýri út af fyrir sig.

 

freeze

FRYSTING/FREEZE/FRYS

Maria Peters – Holland – 2014 – 15 mín

Hin 9 ára gamla Anna finnur flösku sem inniheldur töfraþulu. Með þessari þulu getur Anna fryst fólkið í kringum sig. Hún notar töfrana til að losna við mat sem hún vill ekki borða með því að frysta pabba sinn. Hún reynir líka að nota þá til að frysta strákana sem eru að stríða henni þegar hún er á ströndinni að byggja sandkastala. Því miður virka töfrarnir ekki á þá alla…

 

 classtrip

BEKKJARFERÐIN/CLASS TRIP/ÅKA UTFÖR

Jonathan Etzler – Svíþjóð– 2014 – 14 mín

Elín reyndir að passa inn í hópinn í nýja skólanum sínum þegar bekkjarfélagarnir undirbúa skíðaferð. Hún áttar sig fljótt á að börnin skipta sér upp í hópa eftir því hver eru rík og hver fátæk og er ekki viss í hvaða hóp hún á heima. Stuttmynd byggð á raunverulegum atburðum.

 

foul 

VILLA/FOUL/FEJL

Rune Denstad Langlo – Noregur – 2014 – 6 mín

Það getur verið erfitt að vera barn. Sérstaklega ef þú ert ekki hluti af hópnum. Villa er hnyttin og tregafull ævintýraferð hversdagslífsins. Hún er vegamynd þar sem tíu ára stúlku er fylgt gengum þær hindranir sem hún upplifir á venjulegum vetrardegi í Noregi. Byggt á æskuminningum leikstjórans frá því á 9. áratugnum.

 

sillamae

SILLAMÄE

Lauri Randla – Finnland– 2014 – 8 mín

Jóhannes er 7 ára strákur sem býr með ömmu sinni og afa í lokaðri herstöð í bænum Sillamäe. Jóhannes þráir að hitta mömmu sýna svo hann flýr yfir brattar hæðir Sillamäe hersvæðisins. Hann notar Moskvitch leikfangabíl sem strokubíl og með honum á för er eini sanni vinur hans, krókódíllinn Gena en saman keyra þau til Tartu sem er 180 km í burtu.

 

wolfhead

HÖFUÐ ÚLFSINS/WOLF’S HEAD/GUEULE DE LOUP

Alice Vial – Frakkland – 2014 – 24 mín

Elisa er átta ára stúlka sem býr ein með Jeanne, móður sinni, í litlu afskekktu þorpi í frönsku ölpunum. Litla stúlka saknar oft mömmu sinnar þar sem hún vinnur á bar í bænum á hverju kvöldi. Elisa reynir að bæta upp fyrir einmanaleikann með því að vera alltaf með ógnvekjandi úlfabrúðu á höndinni. Hún er heilluð af þessu hugrakka og óttalausa dýri. Morgun einn heyrir hún í útvarpinu að alvöru úlfar hafi sést á ferð í afskekkta fjallaþorpinu hennar.

Dagskrá 6 ára og eldri samtals 72 mín.

 

Dagskrá fyrir 10 ára og eldri  

Norræna húsið 26. sept kl 11:00

Kaupa miða                                                                                           

bluesky 

HIMINBLÁR/BLUE BLUE SKY

Bigna Tomschin – Sviss– 2014 – 9 mín

Á sumrin fara allir í frí á ströndina býst ég við. En fólk áttar sig ekki á að það gerist aldrei neitt þar.

 

new

NÝTT/NEW/NIEUW

Eefje Blankevoort – Holland – 2014 – 19 mín

Hinn átta ára Tanans horfir í kringum sig stóreygður. Nýtt skólaár var að hefjast sem er spennandi fyrir alla nemendur en sérstaklega fyrir Tanans sem skilur ekki stakt orð. Tanans er flóttamaður í Hollandi og við fylgjumst með honum á ferð hans um heim sem er honum algerlega ókunnur.

 

vagabond

FLAKKARI/VAGABOND

Pedro Ivo Carvalho de Araujo Silva – Danmörk – 2015 – 7 mín

Hinn ljúfi og umhyggjusami umrenningur Dio og Loppe hundurinn hans eru þeir einu sem gefa sér tíma til að njóta lífsins í félagsskap hvors annars í borg þar sem allt er á fullri ferð. Þegar Loppe er tekinn frá Dio fer hann af stað í örvæntingafullan eltingarleik um borgina til að endurheimta vin sinn. Dio neyðist til að horfast í augu við ástand borgarinnar og uppgötvar hversu slæmt samfélagið hefur orðið til þess að halda í við hraðann.

 

grandma

AMMA/GRANDMA/OMA

Karolien Raeymaekers – Belgía – 2014 – 8 mín

Lítil stúlka þarf að horfast í augu við óttann vegna alvarlega veikrar ömmu sinnar.

 

thecut

SKURÐURINN/THE CUT/LA COUPE

Geneviève Dulude-De Celles – Kanada – 2014 – 15 mín

Þegar Fannie býðst til að klippa hár föður síns samþykkir hann það. Alain veit að dóttir hans mun gera það vel eins og hún er vön. En atvik utandyra breytir áætlunum þeirra og sýnir hversu óörugg þessi samskipti feðginanna geta orðið. Skurðurinn segir sögu feðgina þar sem samband þeirra flakkar milli nándar og fjarlægðar á meðan dóttirinn klippir hár föður síns.

 

julia

JULIA

Nora Burlet & Maud Neve – Belgía – 2014 – 13 mín

Hús um vetur, snittur, rjómaostur, Nutella. Rödd bergmálar: vinur móður þinnar. Julia býður eftir brosi frá systur sinni. Hún býður eftir að komast heim. Mun það gerast?

Dagskrá 10 ára og eldri samtals 72 mín. 

 

Dagskrá fyrir 14 ára og eldri                                                                                                    

Norræna húsið 27. sept. kl 15:00

Kaupa miða

teenland 

UNGLINGALAND/TEENLAND

Marie Grathø Sørensen – Danmörk– 2014 – 30 mín

Sally, 17 ára, er læst inni í Unglingalandi. Stofnun sem minnir á fangelsi sem hýsir unglinga sem eru í svo miklu tjóni tilfinningalega að þau hafa þróað með sér yfirnáttúrulega hæfileika. Stofnunin er að reyna að lækna stúlkurnar af hæfileikum sínum. Markmiðið er að gera unglingana, sem passa ekki inn, venjulega svo þeir verði aftur afkastamiklir einstaklingar í þjóðfélaginu. Sally er hrædd við þessa stofnun. Hún gerir því eins og henni er sagt og notar ekki hæfileika sína. Þar til dag einn þegar allt breytist…

 

 shelter

SKÝLI/SHELTERS/ZAKLONI

Ivan Salatić – Svartfjallaland – 2014 – 24 mín

Luka flytur í lítinn bæ við ströndina til að búa með frænku sinni á meðan foreldrar hans standa í skilnaði. Það er kannski smá deyfð yfir bænum, en Jana er þar líka, stelpa úr nágrenninu sem elskar að fara í sólbað. Letilífi sumarsins er að ljúka og krakkarnir eyða dögunum við að hoppa í sjóinn og synda við yfirgefna kafbátahöfn.

 

uninvited

ÓBOÐNIR GESTIR/THE UNINVITED/DE UIVITERTE

Håkon Anton Olavsen – Noregur– 2014 – 11 mín

Ola, Håkon ogMeron ákveða að fara í óvænta heimsókn til Idu, stelpu í skólanum sem enginn þeirra þekkir neitt sérstaklega.

 

lucachicks

KLIKKAÐAR GELLUR/LUNACHICKS

Jenni Kangasniemi, Aino Suni – Finnland – 2014 – 7 mín

Klikkuðu gellurnar standa saman, en þegar þær átta sig á að ein þeirra sem er nýliði vill búa til sitt eigið stóra vegglistaverk verða þær að stöðva hana til að viðhalda orðspori sínu.

 

picnic

LAUTARFERÐ/PICNIC/PIKNIK

Jure Pavlovic – Króatía – 2014 – 13 mín

Það er háannatími í Sarajevo. Emir, 15 ára er í fylgd félagsráðgjafa á leið í helgarheimsókn til föður síns Safets sem dvelur í Igman, hálf opnu fangelsi. Vegna umferðarþunga verða þeir of seinir…

 

LEYNISÝNING

14. mínútur

Dagskrá 14 ára og eldri samtals 99 mín.

Sjá 4 ára og eldri  Sjá 6 ára og eldri  Sjá 10 ára og eldri  Sjá 14 ára og eldri