Sumarnámskeið

RIFF stendur fyrir sumarnámskeiðum fyrir unga kvikmyndagerðarmenn.

 

Vorið og sumarið 2015 hélt RIFF námskeiðið Scanorama Shortcut í samstarfi við Europe­an Film For­um Scanorama.

Tíu ungir kvikmyndagerðarmenn, fimm frá Litháen og fimm frá Íslandi, voru valdir til að taka þátt í námskeiðinu. Námskeiðið var tví­skipt og fór það fram á Íslandi dag­ana 26. til 30. maí og í Lit­há­en dag­ana 19. til 25. júlí. Íslenski hluti nám­skeiðsins fer fram á Sauðár­króki og í Reykja­vík.

Áhersla námskeiðisins var á að veita ungu kvikmyndagerðarmönnunum innblástur til að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd og fá ráð til að koma sér áfram. Fyr­ir­les­ar­arn­ir komu úr öll­um átt­um og voru úr kvik­mynda­brans­an­um, frum­kvöðlar, fram­kvæmda­stjór­ar og list­ræn­ir stjórn­end­ur.

 

 

RIFF hefur einnig skipulagt sumarbúðir í handritagerð fyrir lengra komna. Þær eru hugsaðar sem vettvangur þar sem ungt afreksfólk á sviði kvikmynda getur bætt færni sína í handritaskrifum. Fyrirlestrar, umræður og lifandi „pitch“ fundir þar sem þátttakendur fá viðbrögð við hugmyndum sínum og uppköstum yrðu allt hluti af námskeiðinu. Leiðbeinendur vinna í návígi við smáa hópa nemenda að þróun handrita, auk þess sem þátttakendur fá ríkulegan tíma í einrúmi með leiðbeinendum. Þá má gera ráð fyrir nokkrum fyrirlestrum fyrir hópinn allan og nokkrum kvikmyndasýningum. Ætlunin er að nemendur fari heim með ríkari og dýpri skilning á sjónrænum frásagnarmáta sem nýtist jafnt við gerð leikinna, teikni- og heimildarmynda. Þeim sem starfa við nýmiðlun og leikjahönnun býðst einnig að taka þátt.

Sumarbúðirnar eru framlenging á kvikmyndasmiðju Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar (RIFF Talent Lab) sem hefur farið fram við góðan orðstír samhliða kvikmyndahátíðinni allt frá árinu 2006. Kvikmyndagerðarmönnum sem hafa lokið við minnst eina stuttmynd eða fleiri og eru að þróa næstu verkefni býðst þátttaka.

Sumarbúðirnar fóru síðast fram í Skagafirði dagana 21.-25. maí 2013. Meðal leiðbeinenda voru Baltasar Kormákur, Peter Wintonick, heimildamyndaframleiðandi frá Kanada, Lárus Ýmir Óskarsson, leikstjóri og framleiðandi og Simon Brook, leikstjóri og framleiðandi frá Frakklandi.