Sérviðburðir

RIFF  leggur upp úr því að vera með fjölbreytta og skemmtilega viðburðadagskrá á hverri hátíð og vera með lifandi viðburði tengda kvikmyndum.

Síðustu tvö ár hefur RIFF verið í samstarfi við Kópavog viðburðir hafa farið fram jafnt í Reykjavík sem og í menningarhúsum Kópavogs. Viðburðirnir hafa verið með fjölbreyttu sniði og má þar nefna sundbíó, hellabíó kvikmyndatónleika og margt fleira.