Umræður

Meistaraspjöll, pallborðsumræður og spurt og svarað-viðburðir eru mikilvægur hluti af dagskrá RIFF.

Pallborðsumræður RIFF taka fyrir alþjóðleg málefni er varða stríð, mannréttindi, loftslagsbreytingar og lengi mætti telja.

Meistaraspjöll eru einstakt tækifæri fyrir hátíðargesti til þess að kynnast ævi og listrænni sýn kvikmyndagerðarmanna sem eru í hópi þeirra fremstu eða eftirtektarverðustu á heimsvísu.

Á spurt og svarað-viðburðum fá sýningargestir að spyrja kvikmyndaleikstjóra spjörunum úr um kvikmynd sína að lokinni sýningu á verki leikstjórans.