Meistaraspjöll

Meistaraspjöll er árlegur viðburður á RIFF.

Dagskrá meistaraspjalla 2014:

Meistaraspjall með Mike Leigh, einn af helstu leikstjórum Bretlands ræddi langan feril sinn. Umræðunum stjórnaði hinn virti menningarblaðamaður Harlan Jacobson, sem tók á móti spurningum gesta. Marion Bailey, aðallleikkonan úr mörgum mynda Leigh, var einnig viðstödd.

Meistaraspjall með Ruben Östlund, sem þykir einn áhugaverðasti leikstjóri Norðurlandanna í dag. Hann hóf feril sinn á að gera skíðamyndir á tíunda áratugnum. Á undanförnum árum hefur hann gert verðlaunamyndir á borð við Leik og Túrista.

IV Alþjóðleg vinnustofa um félagsmenningarleg mál á Norðurslóðum. Vinnustofa þar sem leiknar myndir og heimildamyndir voru sýndar. Haldið af IACSI, HÍ og Universidad del Salvador-Argentina.

Listin að skrifa gagnrýni, ef kvikmynd er gerð í skóginum og enginn sér hana, er hún þá samt til? Fjallað um og skoðuð störf sem fjalla um kvikmyndalistina. ódýrara er en áður að gera kvikmyndir, ef ef til vill erfiðara en nokkurn tímann að vekja athygli og því skiptir gagnrýni enn máli. En hvað fær hjarta gagnrýnandans til að slá?

Bók verður Bíó. Allt frá upphafi íslenska kvikmyndavorsins hafa kvikmyndagerðarmenn sótt í bókmenntir í leit að efniviði og hafa víða leitað fanga, allt frá Íslendingasögum og yfir í unglingabækur og harðsvíraða krimma. En hvernig er ferlið að breyta bók í bíó? Er þá enn verið að segja sömu söguna? Valinkunnir kvikmyndagerðamenn og rithöfundar báru sman bækur sínar og filmur.