Pallborðsumræður

Er íslensk kvikmynd góð fjárfesting? – Pallborðsumræður

Mánudaginn 28. sept.
kl. 13.00-16.00 í Norræna húsinu.
Í ljósi þeirra alþjóðlegu verðlauna sem kvikmyndirnar Hross í oss, Fúsi og Hrútar hafa hlotið á undanförnum mánuðum sjáum við hjá RIFF merki um að íslensk kvikmyndagerð sé á uppleið. Þar að auki hafa ýmsar íslenskar kvikmyndir (t.d.Svartur á leik og Vonarstræti) fengið ágætis dreyfingu um allan heim. Það er þess vegna sem RIFF stendur fyrir pallborðsumræðum undir yfirskriftinni ,,Er íslensk kvikmyndagerð góð fjárfesting?“

Fundarstjóri: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, forstöðumaður mennta- og
nýsköpunarsviðs Samtaka atvinnulífsins.

Þátttakendur: Grímar Jónsson, Heiðar Guðjónsson, Gísli Gíslason, Agnes Johansen, Baltasar Kormákur og Rob H. Aft

 

Að velja á kvikmyndahátíð: Pallborðsumræður

Fimmtudagur 1. okt.
kl. 12.00-14.00 í Norræna húsinu

Hvaða áhrif hafa viðtökur og fjárhagur á ákvarðanir dagskrárstjóra? Hafa ákvarðarnir þeirra bein áhrif á það hvaða myndir eru valdar til dreifingar og hvaða kvikmyndagerðarmenn komast áfram? Ætti valferlið að vera gagnsærra?

Stjórnandi: Helga Stephenson, fyrrum stjórnandi kvikmh. í Toronto

Þátttakendur: Arnaud Gourmelen, dagskrárstjóri fyrir Director’s Fortnight flokkinn á Cannes, Fredrick Boyer, stjórnandi Tribeca kvikmyndahátíðarinnar, Piers Handling, framkvæmdastjóri Toronto kvikmyndahátíðarinnar
Giorgio Gosetti, stjórnandi Venice Days dagskrárinnar á kvikmhátíðinni í Feneyjum og dagskrárstjóri RIFF.

 

Árangur danskra kvikmynda – pallborðsumræður

Föstudagur 2. okt.
kl. 13.00-15.00 í Norræna húsinu

Danskar kvikmyndir og sjónvarpsefni hafa vakið verðskuldaða athygli á undanförnum áratugum og mikill fjöldi frábærra kvikmynda komið þaðan sem hafa sópað til sín verðlaunum um allan heim. RIFF býður upp á úrval danskra mynda í ár og hér verður rætt um danskt kvikmyndaumhverfi þar sem einkaaðilar og opinberar stofnanir starfa saman að því að gera frábærar myndir. Danska kvikmyndastofnunin hefur mikið að segja en hún veitir styrki, heldur námskeið og kynnir nýjar myndir.

Stjórnandi: Charlotte Böving, leikkona.

Þátttakendur: Jesper Morthorst, framleiðandi Silent Heart, Mikkel Jersin framleiðandi Þrasta, Rúnar Rúnarsson, leikstjóri Þrasta.