Starfsnemar og sjálfboðaliðar

Ef þú vilt hjálpa til við undirbúning og framkvæmd RIFF, sjá geggjaðar myndir, hitta fullt af skemmtilegu fólki og bæta starfsfærni þína, þá ættirðu að gerast sjálfboðaliði hjá RIFF.

Næg eru verkefnin: það þarf að skipuleggja sérviðburði, hjálpa til í bíóhúsunum, aðstoða hátíðargesti, dreifa upplýsingum o.fl. o.fl. og okkur vantar þína aðstoð!

Við tökum einnig við áhugasömum starfsnemum sem taka þátt í að móta hátíðina í nánu samstarfi við lykilfólk okkar. Ef þú hefur áhuga á að gerast starfsnemi máttu senda okkur póst á riff(hjá)riff.is

Við höfum opnað fyrir umsóknir fyrir sjálfboðaliða vegna RIFF 2016 sæktu um hér.