Stuttmyndanámskeið í Garðabæ

Riff hélt á dögunum námskeið í stuttmyndagerð fyrir grunnskólabörn í Garðabæ. 70 krakkar tóku þátt í námskeiðinu og komust færri að en vildu. Börkur Gunnarsson kvikmyndagerðarmaður var leiðbeinandi á námskeiðinu ásamt Söndru Guðrúnu Guðmundsdóttir en bæði lærðu kvikmyndagerð í hinum þekkta kvikmyndaskóla FAMU í Prag.

Börnin voru mjög áhugasöm um námsefnið og við erum viss um að framtíðarkvikmyndagerðarmenn leynast í hópnum. Krakkarnir skrifuðu handrit að stuttmynd í hópum og tóku upp og léku sjálf í myndunum sínum. Krakkarnir eru núna að leggja lokahönd á klippingu myndanna sinna og við erum spennt að sjá útkomuna.

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá námskeiðinu: