Um myndina

Anoosh og Arash eru miðpunktar í neðanjarðarteknósenunni í Tehran. Uppgefnir á að fela sig fyrir lögreglunni skipuleggja þeir brjálað teknóreif við hættulegar aðstæður í eyðimörkinni. Þeir reyna að selja ólöglega útgefna plötu í Tehran. Öll von virðist vera úti þegar Anoosh er handtekinn, en þá fá þeir símhringingu frá einni stærstu teknóhátíð í heimi. Eftir komuna til Sviss hverfur hin skyndilega gleðivíma fljótt þegar þeir átta sig á alvarleika aðstæðnanna. Ungu mennirnir verða að gera upp við sig hvort tónlist, listræn tjáning og frelsi sé þess virði að fórna fjölskyldu sinni, vinum, menningu og heimalandi fyrir.