Um myndina

Í heimildamynd fullri af hneykslanlegum myndum sem eru algjörlega lausar við listfengi eða rómantík, býður Michal Marczak okkur upp á innsýn í líf meðlima Fuck For Forest umhverfissamtaka í Berlín,  sem eru rekin án hagnaðar og safna peningum til góðverka með því að framleiða og dreifa klámi.  Samtökin halda orgíur fyrir almenning og selja vefaðgang að heimagerðu klámi til að safna fjármunum til umhverfismála. Myndin flettir hulunni af ýmsu varðandi kynlíf á stafrænni öld og fylgir meðlimum FFF alla leið til Amazon.  ‘Riðið fyrir skógana ’hlaut verðlaun á alþjóðlegri heimildamyndahátíð í Sheffield 2013  hún var valin besta heimildamyndin á alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Varsjá 2012.