Um myndina

‘Barn framtíðarinnar’ er kvikmynd um framtíð æxlunar mannsins eins og hún birtist okkur í dag. Maria Arlamovsky ferðast um allan heim til að rannsaka viðfangsefnið. Hún hittir sjúklinga, rannsóknaraðila, egggjafa, staðgöngumæður og heimsækir rannsóknarstofur og heilsugæslustöðvar. Vonir og þrár verðandi foreldra blandast saman við rannsóknir á hvernig hægt sé að „bæta“ fósturvísa vegna síaukinna framfara í vísindum. Hversu langt viljum við ganga? Í myndinni er hlustað á sjónarmið stuðningsfólks og efasemdarfólk um tæknilega aðstoð við getnað til að skapa raunverulega umræðu um málefni sem snertir alla.