Um myndina

Við fylgjumst með lífi táninga í Klappstýruliði frá Finnlandi sem virðist alltaf lenda í neðsta sæti. Stúlkurnar leggja sig fram við að ná árangri og gera sitt besta til að líta út fyrir að vera fullkomnar.  Í raunveruleikanum er lífið oft erfitt hjá þessum stúlkum. Patriciu, Aino og Miia finnst mikilvægara að kynnast sjálfri sér, átta sig á því hvar þær eiga heima og að tilheyra fjölskyldu, heldur en að vinna.  Myndin dregur fram innri átök þessara ungu kvenna sem standa á mikilvægum tímamótum í lífi sínu. Klappstýruliðið er ein stór fjölskylda og gefur stúlkunum tækifæri til að læra á lífið og þær hindranir, sigra, sorgir og gleði sem fylgja því að vera til.