Um myndina

Vísindakrikjan er stofnun helguð ástundum, stjórnsýslu og útbreiðslu nýrra trúarbragða. . Þegar kirkjan neitaði samvinnu við gerð heimildamyndar gekk breski sjónvarpsmaðurinn Louis Theroux til liðs við Mark Rathbun fyrrum háttsettan embættismann kirkjunnar. Þeir endursköpuðu atburði sem höfðu átt sér stað innan kirkjunnar og Rathbun og aðrir fyrrum safnaðarmeðlimir urðu vitni að. Leikarar leika áhrifamikla menn innan vísindakirkjunnar eins og leikarann Tom Cruise og leiðtoga kirkjunnar David Miscavige og svívirðilegir atburðir eru skoðaðir. Myndin, sem er í senn afhjúpandi, fyndin og jafnvel fjarstæðukennd, vekur upp spurningar um hver sekt Rathbuns sjálfs er í “hryðjuverkum” kirkjunnar.