Um myndina

Nýtt tímabil er að hefjast og Varsjá blómstrar. Listnemarnir Krzysztof og Michal eru táknmynd rómantískrar þrár, drukkinna rökræðna, ráfandi stefnuleysis og sjálfhverfrar heimspeki ungdómsins. Krzysztof er nýlega hættur með kærustunni og strákarnir nýta tímann og lifa til hins ýtrasta. Þeir reyna á þolrif hvors annars, leitandi að svörum við því hvað það þýðir að vera vakandi í sofandi heimi. Þá kemur fyrrverandi kærasta Michals til sögunnar og splundrar vinskap strákanna. ‘Svefnlausar nætur’ er vandlega uppbyggð blanda af heimildamynd og skáldskap. Frjálslegt ferðalag um heimapartí, almenningsgarða og skemmtistaði í Varsjá. Myndin vann leikstjórnarverðlaun á Sundance.