Um myndina

Þrjár konur í frumskógum Kólumbíu berjast fyrir lífi sínu og geðheilsu í kjölfar storms og hörmulegra atburða. Í þessari frumraun leikstjórans Guerrero sýnir hann með kyrrlátum, þöglum myndum, hugrekki þessara ofsóttu kvenna þegar þær gera tilraun til að flýja stríð. ‘Oscuro Animal’ hefur hlotið fjölda verðlauna meðal annars fyrir bestu myndina, bestu kvikmyndatökuna og bestu leikstjórnina á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Guadalajara árið 2016, alþjóðleg dómnefndarverðlaun og verðlaun fyrir bestu myndina á kvikmyndahátíð Suður-Ameríku í Lima, fyrir bestu myndina á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni New Horizons í Póllandi 2016 og einnig fyrir bestu myndina á Tarkovsky Film Festival – Zerkalo 2016.