Um myndina

Tíu árum eftir erfið sambandsslit heimsækir Sarah David í sumarbústaðinn hans. Hann vill að hún hjálpi sér að ljúka við að skrifa leikrit en þegar hún kemst að því að leikritið fjallar um samband þeirra vill hún að hann hætti við. Í áratugi hafa þversagnir sameinað þau. Þrátt fyrir galla sína, vafasamt siðferði og skort á sjálfsstjórn vildu þau bæði vera elskuð af hinum aðilanum. Þau voru háð félagsskap hvors annars á sama tíma og þau gerðu hvort annað brjálað. En eftir öll þessi ár, þrátt fyrir deilur og þjáningu átta þau sig á því að samband þeirra er enn byggt á kímnigáfu, virðingu og ást.