Um myndina

Í desember árið 2012 fór 23 ára gömul kona inn í strætó í Delhi ásamt vini sínum. Mennirnir sem voru í vagninum, fimm farþegar og vagnstjórinn nauðguðu allir konunni, lömdu vin hennar og hentu þeim út á götu. Konan dó af sárum sínum tveimur vikum síðar. í þessari nýju mynd, fullri af tilfinningaþrunginni reiði, rannsakar hinn virti kvikmyndaleikstjóri Deepa Mehta einn alræmdasta glæp sem framinn hefur verið á Indlandi. Myndin blandar saman staðreyndum og skáldskap. Myndin verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto í September.