Um myndina

Það eru fáar stelpur sem æfa götuíþróttina parkour,  þar sem iðkendur eru hlaupandi yfir húsþök, klifrandi yfir vinnupalla og stökkvandi milli veggja.  En hin 16 ára Laura er óhrædd. Meðan hún er stekkur um götur Prag eru hugsanir hennar á fleygiferð. Hún er hrifin af Luky en hann sýnir henni lítinn áhuga. Foreldrar Lauru eru skilin og mamma hennar er í örvæntingafullri leit að öðrum manni. Líf Láru er ruglingslegt. Öfund og misskilningur  er á milli hennar og bestu vinkonu hennar. Stundum þegar hún heldur að hún geti ekki meir þá hverfur hún inn í  rómantískan draumaheim þar sem hún og Luky eru saman. En þegar draumar og óttar raunveruleikans brjótast í gegn verður erfiðara að halda lífinu í jafnvægi.