Um myndina

Í afskekktum búlgörskum bæ vinnur Gana við að hugsa um fólk með elliglöp og á sama tíma selur hún skilríkin þeirra á svörtum markaði. Hún talar varla við móður sína og samband hennar við kærastann er ekki heldur gott.  Öll kynferðisleg spenna er horfin og nándin hefur vikið fyrir morfínfíkn.  Ekkert virðist hafa áhrif á  Gönu, ekki einu sinni morð á sjúklingi.  Hlutirnir fara að breytast þegar hún heyrir í nýjum sjúklingi syngja.  Aukin samkennd með sjúkingnum  vekur upp samvisku hjá henni. Þegar Gana er handtekin fyrir svik lærir hún að það kostar sitt að breyta rétt. Myndin hlaut Gullna hlébarðan á kvikmyndahátíðinni í Locarno.