Um myndina

‘Svarti svanurinn’ segir sögu Ninu, ballerínu í New York sem lifir fyrir ballettinn. Þegar listrænn stjórnandi dansflokksins ákveður að skipta út aðalballerínunni fyrir opnunarverk nýs leikárs, ‘Svanavatnið’ er Nina sú fyrsta sem kemur til greina. En nýji dansarinn Lily veitir henni harða samkeppni. ‘Svanavatnið’ þarf dansara sem getur bæði leikið hinn saklausa Hvíta svan og hinn munúðarfulla Svarta Svan. Nina er fullkomin í hlutverk Hvíta svansins en Lily er persónugervingur Svarta svansins. Þegar baráttan breytist yfir brenglaðan vinskap kemst Nina í snertingu við eigin skuggahliðar. Myndin vann til fjölda verðlauna og Natalie Portman fékk óskarsverðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki.