Um myndina

Hungurverkfall írska lýðveldissinnans Bobby Sands árið 1981 vakti heimsathygli á málstað hans. Hin tilfinningaþrungnu, friðsömu mótmæli, byggð á írskri hefð um píslardauða, urðu að mikilvægum hluta írskrar sögu á 20. öldinni. Dauði hans eftir 66 daga olli straumhvörfum í sambandi Bretlands og Írlands. Augu heimsins beindust að deilunum í Norður Írlandi sem leiddi til þess að alþjóðasamfélagið reyndi að finna lausn á málunum. Þessi vandaða heimildamynd skoðar óvenjulegt líf og dauða Sands 35 árum eftir lokafórn hans. Kjarni myndarinnar er byggður á skrifum Sands á meðan á hungurverkfallinu stóð.