Um myndina

Bræðurnir Markus og Lukas eru synir norsku kvikmyndagerðarkonunnar Aslaugar Holm. Hún hefur á yfir átta ára tímabili kvikmyndað æsku þeirra og niðurstaðan er óvenju ljóðræn og stórfengleg heimagerð mynd.  Hæfileikar Aslaugar skína í gegn á þann hátt að henni tekst að sýna smáatriðin sem oft eru valdur að miklum breytingum í sambandi bræðranna. Hún hræðist ekki að sýna hvernig nærvera myndavélarinnar flækir fjölskyldulífið. Myndin hlaut verðlaun sem besta heimildamyndin á Hot Docs heimildamyndahátíðinni í Kanada 2016 og fyrir bestu leikstjórn á Amanda verlaununum í Noregi 2015.