Um myndina

'Chasing Asylum' varpar ljósi á raunveruleg áhrif innflytjendastefnu Ástralíu og rannsakar hvernig leiðtogar velja gæsluvarðhald fram yfir samkennd og hvernig ríkisstjórnin brýtur grundvallarmannréttindi. Myndin segir sögu af grimmilegri og ómannúðlegri meðferð Ástrala á hælisleitendum og flóttamönnum. Sagan rannsakar áhrif stefnunar á mannúð, pólitík, efnahag og siðfræði og ber hana saman við eldri innflytjendastefnu Ástralíu. Við sjáum áður hulin svæði flóttamannabúða, fjölskyldur sem eru læstar inni, aðbúnaðurinn er óþrifalegur og áhrifin á íbúana eru mjög skaðleg.  Flóttamannabúðunum hefur verið haldið frá augliti fjölmiðla.