Um myndina

‘In Limbo’ er innra ferðalag í heim internetsins, eins og ekkert sé eftir en þetta alheimsnet sem dreymir um sjálft sig. Þetta er heimspekileg saga og ritgerð í heimildamyndaformi sögð af Nancy Huston sem vaknar upp í forgarði sameiginlegs minnis alheimsins og hittir draugalega íbúa þess, brautryðjendur eins og forstjóra Google, bókaverði á stafrænum bókasöfnum og upphafsmenn internetsins. Á meðan hún flýtur inn í þetta risavaxna minni og skoðar drauma þess og ótta byrjar hún að leita að kjarna fortíðarþrárinnar. Hvað gæti forgarður internetsins sagt um okkur? Erum við að byggja dómkirkju nýrrar siðmenningar eða stærsta kirkjugarð okkar tíma?