Um myndina

Hin hrottafengnu morð á Nancy og Derek Haysom árið 1985 rötuðu í fjölmiðla um allan heim. Haysom hjónin voru vel efnuð og virt í Virginíu. Sakfelling dóttur þeirra Elizabeth og hins þýska kærasta hennar Jens Soering olli undrum í litla samfélaginu í Bedford County. Fyrstu réttarhöldin voru haldin fyrir framan sjónvarpsmyndavélar og þau voru fyrstu stóru alþjóðlegu réttarhöldin í litlum bæ. Ný tækni í réttarlæknisfræði hefur ógilt sönnunargögnin sem leiddu til þess að Soering var sakfelldur. Honum hefur verið neitað um reynslulausn 11 sinnum, en réttahöldin 2016, sem verða á sama tíma og þessi mynd kemur út, gætu breytt niðurstöðunni.