Um myndina

‘Boðorðin 10’ (Dekalog) er röð tíu stuttmynda sem voru framleiddar fyrir pólska ríkissjónvarpið og leikstýrt af Krzysztof Kieślowski.  Tvær myndanna Dekalog fimm og sex eru styttri útgáfur af myndum í fullri lengd 'A Short Film About Killing' og 'A Short Film About Love'. Myndirnar takast á við tilfinningalega vanlíðan fólks þegar eðlishvatir og siðgæði samfélagsins stangast á.