Um myndina

Í kjölfar þess að Krímskaginn er innlimaður í Rússland vorið 2014, herók hópur af vopnuðum uppreisnarmönnum og stuðningsmönnum Rússa  stjórnsýsluhús í Donetsk, borg í austur Úkraínu. Þeir hröktu úkraínska embættismenn í burtu, hífðu upp sinn eigin fána, kölluðu eftir þjóðaratkvæðagreiðslu og lýstu að lokum yfir sjálfstæði frá Kiev. Í tvö ár fylgir ‘Búðu til þitt eigið land’ byltingu alþýðulýðveldisins í Donetsk. Myndin segir frá einfeldningslegri von  uppreisnarmannana í upphafi,  til haturs, niðurrifs og innbyrðis deilna að lokum. Það tekur á að búa til nýtt land. Óreiða, ævintýri, landfræðilegur ágreiningur, hentistefna, hetjudáð og rústuð líf eru fylgifiskar byltingar fólksins.