Um myndina

Einmanaleiki, vonbrigði og fyrstu kynni af ástinni einkennir líf hinnar 17 ára Raya, sem býr í húsi fjölskyldunnar í sveit í Lettlandi ásamt ömmu sinni og litla bróður. Systkinin voru yfirgefin af móður þeirra og skilin eftir ein á ættarbýlinu við dauða föður þeirra. Líf þeirra tekur stakkaskiptum þegar óvænt atburðarás fer af stað, ráðrík amma þeirra deyr skyndilega. Unglingarnir standa frammi fyrir erfiðri ákvörðun, annaðhvort að tilkynna andlát ömmu sinnar og gefa sig fram til yfirvalda eða fela líkið og láta sem ekkert hafi í skorist.