Um myndina

Flugvöllur, flugskýli og skólastofa einhvers staðar í sveitum Ghana. Lydia, 18 ára, og Esther, 20 ára, vonast til að uppfylla draum sinn um að læra að fljúga. Þær eru í fyrsta flugskólanum fyrir stelpur í Vestur-Afríku. Metnaðarfullur Englendingur vill þjálfa ungar konur úr dreifbýli svo þær geti orðið flugmenn. En á meðan á þjálfuninni stendur og í daglega lífinu í flugskólanum stangast vestræn hugmyndafræði og afrísk gildi í sífellu á. Stelpurnar læra smám saman að draumi þeirra fylgir fórnarkostnaður. ‘Girls Don’t Fly’ horfir gagnrýnum augum á svokallaðan „góðgerðariðnað“ en nálgast á sama tíma drauma og ótta stúlknanna með virðingu.