Um myndina

Áhrifarík lýsing á sláturhúsi. Söguhetjurnar eru ungur pönkari og hundurinn hans sem reyna að finna sig í lífinu. Hundurinn er sá eini sem verður vitni að því þegar dýrin koma á næturna og ungi maðurinn leiðir þau til slátrunar. Allt rennur saman í eitt, matmálstímar, augnablik að loknu kynlífi og sundferðir í ánni. Myndin er fínlega uppbyggð, á mörkum heimildamyndar og skáldskapar. Mönnum og dýrum er stillt upp sem jafningjum, nöktum og drifnum áfram af eðlishvöt.  Pönkarinn er meðvitaður um þetta og reynir að útskýra fyrir hundinum sínum hvernig sláturhúsið virkar. Dýrunum er stillt fram sem persónum sem hafa skilning á gleði, þjáningum og jafnvel tárum.