Um myndina

‘Innsæi’ er heimildarmynd um leit inn á við, um vísindi, náttúru og sköpun. Það þarf að læra að hugsa á nýjan hátt til að fylgja þróun heimsins. 65% barna í framtíðinni verða að sinna störfum sem enn hafa ekki verið fundin upp. Tölfræðin sýnir að þunglyndi verður trúlega aðalsjúkdómsvaldurinn í vestrænum heimi árið 2020. Yfirþreyta, einbeitingarleysi og ofbeldi er orðið samofið menningu okkar á sama tíma og við höfum misst tengslin við náttúruna. Í myndinni hittum  við fyrir nafntogaða hugsuði, vísindamenn, listamenn og andlega leiðtoga með róttækar hugmyndir um hvernig við eigum að endurskilgreina hugsun okkar. Breytingar gerast innra með okkur.