Um myndina

Sólveig Karlsdottir er glæpasagnahöfundur frá Reykjavík. Þrátt fyrir að á Íslandi séu aðeins framin tvö morð á ári og því erfitt að sækja innblástur til heimalandsins er Sólveig vinsæl. Hún hefur öflugt ímyndunarafl og er sérlega næm á það þegar eitthvað er ekki eins og það virðist vera. Þegar hún ekur á heimahagana til að sjá um Margréti móður sína sem hrjáist af elliglöpum, þá finnur hún eitthvað á sér. Skólabróðir hennar fannst látinn við höfnina, atburðurinn er álitinn slys en Sólveig er ósátt við þá skýringu. Fjölskyldudrama, svik, fjárhagsörðugleikar og brostnar vonir eru dregnar fram í dagsljósið.