Um myndina

Andreas og Stefan lifa hamingjusömu lífi með fresskettinum Moses. Þeir vinna hjá sömu sinfóníuhljómsveit sem stjórnandi og tónlistarmaður. Ástríða þeirra fyrir tónlist, stór vinahópur þeirra og loðin förunautur þeirra einkenna daglegt líf þeirra.  Morgun einn skekur óvænt ofbeldisfull árás af hendi Stefans samband þeirra. Upp frá einkennist sambúð þeirra af efasemdum og fjarlægð sem verður nánast óyfirstíganleg hindrun. Á meðan Stefan missir fótanna glímir Andreas við vantraust sitt og ást sína til Stefans. Hlaut Teddy verðlaunin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín árið 2016 og dómaraverðlaun á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Hong Kong  árið 2016 fyrir ferska kvikmyndagerð.