Um myndina

Norðurheimskautsbaugur, eitt sinn frosið og óaðgengilegt landslag, er nú eitt eftirsóttasta síðasta óbyggða svæðið í dag. Á eyjunni Kivalina við norðurheimskautsbaug í Alaska, sem er smám saman að hverfa, búa Inupiaq, ættflokkur eskimóa. Þar sem ísinn er farinn að bráðna er ýmis iðnaður farinn að huga að nýtingu, vísindamenn leita þekkingar, og umhverfissinnar leitast til að bjarga svæðinu. Myndin hefst öld eftir að forfeður þessa fyrrum samfélags hirðingja voru flutt af stjórnvöldum á litla eyju mynduð af árframburði, sandi og sífrera. Án úrræða til að flytjast á brott og einungis ótraustan sjógarð sér til verndar, kannar „Kivalina“ á ljóðrænan hátt baráttu samfélagsins til að viðhalda lífsafkomu sinni í landslagi og vistkerfi sem er að bregðast þeim.