Um myndina

Sögusviðið er Kaupmannahöfn á 8. áratugnum. Erik og Anna eru fræðimenn sem eiga sér draum. Þau stofna kommúnu í risastóru einbýlishúsi Eriks ásamt dóttur sinni Freju. Sagan hverfist um þessa litlu fjölskyldu en okkur er boðið að taka þátt í húsfundum, kvöldmat og veislum. Ástin og samheldnin taka breytingum þegar nýtt ástarsamband veldur óróa og leggur stærstu þolraunina til þessa á þetta litla samfélag hugsjónafólks. Myndin byggir á samnefndu leikriti leikstjórans Thomas Vinterberg. Dreginn er upp fyndin, falleg og átakanleg mynd af heilli kynslóð; árekstri persónulegra langana við samstöðu og umburðarlyndi. Myndin hlaut Silfurbjörninn í Berlín.