Um myndina

Þegar Samir, hávaxinn fertugur kranamaður sér Agöthu á kaffihúsi er það ást við fyrstu sýn. Samir kemst að því að Agatha er sundkennari í Montreuil. Hann þykist vera ósyndur og skráir sig á sundnámskeið. Eftir aðeins þrjár kennslustundir kemst upp um lygina einmitt þegar hún er að verða hrifin af honum. Agatha afskrifar Samir sem mann sem vill bara fá hana í rúmið. Agatha er valinn til að vera fulltrúi síns héraðs á tíundu alþjóðlegu sundkennararáðstefnunni á Íslandi. Samir, blindaður af ást, eltir hana, staðráðinn í að sanna virði sitt. Spaugileg, einlæg og hetjusaga sem kitlar hláturtaugarnar hefst. Myndin vann til verðlauna í Directors’ Forthnight flokknum á kvikmyndahátíðinni í Cannes.