Um myndina

‘Miðnæturbörnin’ er söguleg mynd eftir leikstjórann Deepa Mehta, sem hefur verið tilnefnd til óskarsverðlauna. Myndin er byggð á verðlaunaskáldsögu eftir Salman Rushdie. Þegar klukkan slær miðnætti 15. ágúst árið 1947, á sama tíma og Indland lýsir yfir sjálfstæði frá Bretlandi, skiptir hjúkrunarkona á sjúkrahúsi í Bombay á nýfæddum börnum svo örlög þeirra verða að lifa lífi ætluðu hinu barninu. Líf þeirra tvinnast saman á dularfullan hátt og eru tengd sigrum og hamförum í Indlandi órjúfanlegum böndum. Myndin hefur unnið til fjölda verðlauna m.a. á kanadísku kvikmyndaverðlaununum 2013, verðlauna samtaka leikstjóra í Kanada og fyrir bestu kvikmyndatöku á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Valladolid 2012.