Um myndina

Tizza Covi og Rainer Frimmel hófu að skoða heim sirkusins fyrir tíu árum síðan, við það hafa þeir orðið einskonar ljóðskáld veganna og bændanna.  Með hverri mynd hafa þeir kafað dýpra í viðfangsefnið og frásögnin hefur auðgast.  Í myndinni ‘Herra alheimur’ blandast saman skáldskapur og heimildamynd.  Ungi ljónatemjarinn Tairo er ósáttur við líf sitt, hann týnir lukkugrip sínum og notar það sem afsökun fyrir að ferðast þvert yfir Ítalíu í leit að fyrrverandi herra alheimi, Arthur Robin, sem gaf honum gripinn fyrir löngu síðan. Myndin er tilnefnd sem besta evrópska myndin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Locarno 2016.