Um myndina

Ohad Naharin er ísraelskur nútímadansari, listrænn stjórnandi danshóps og einn þekktasti og afkastamesti danshöfundur í heimi. Í myndinni er notast við safn af persónulegu áður óbirtu efni frá æfingum og frá mikilvægustu stundum í lífi hins 64 ára gamla listamanns. Naharin er upphafsmaður hins framsækna hreyfingartungumál Gaga, sem er sívaxandi afl bæði meðal dansara og annarra. Við fylgjumst með Naharin í Japan, Hollandi, Svíþjóð og Ísrael og sjáum hvernig hann hefur endurskilgreint tungumál nútímadansins í gegnum ósveigjanlegt starf sitt með dönsurum. Myndin vann verðlaun í flokki heimildamynda á SXSW kvikmyndahátíðinni.