Um myndina

Þegar Berlínarmúrinn féll árið 1989 var það talið marka tímamót. Aðskilnaður með múrum var talinn heyra sögunni til. En annað kom á daginn. Aldrei áður hafa verið til eins mörg hlið, gaddavírsgirðingar, skurðir eða veggir.  Í myndinni heyrum við sögur fólks sem búa sitthvoru megin við hina ýmsu múra.  Múrinn sem aðskilur Suður-Afríku og Zimbabwe, aðskilnaðarmúrinn milli Bandaríkjanna og Mexíkó og girðinguna í Melilla sem markar landamæri Spánar og Marokkó. Nærmyndir af raunverulegu fólki,  þar sem líf þeirra er skoðað náið,  sýna að sama hvoru megin veggjanna fólk býr, deilir það sömu draumum, hugsunum, ótta og tilfinningum.