Um myndina

Líf Marijönu snýst um fjölskyldu hennar hvort sem henni líkar það betur eða verr. Þau búa þröngt saman í lítilli íbúð, og eru að gera hvert annað brjálað. Í kjölfar þess að stjórnsami faðir hennar fær heilablóðafall og verður algjörlega rúmliggjandi tekur Marijana við stöðu hans sem höfuð fjölskyldunnar. Brátt er hún í tveimur vinnum til að halda öllu á floti, en móðir hennar og fatlaður bróðir hennar gera sitt besta til að leggja sitt að mörkum. Ýtt út að ystu nöf, finnur Marijana huggun í grófu kynlífi með ókunnugum og eftir að hafa fengið nasaþef af frelsinu verður það til þess að hún vill meira. En nú þegar hún hefur loks kynnst frelsinu, hvað á hún að gera við það?