Um myndina

‘Nýr heimur’ er saga ungmenna sem reyna að fóta sig í Póllandi. Żanna flúði með barn sitt frá Hvíta-Rússlandi, en skildi eftir eiginmann sinn sem er vel þekktur stjórnarandstæðingur. Azzam var túlkur fyrir pólska herinn í Afganistan sem varð til þess að hann var álitinn föðurlandssvikari. Hann reynir að takast á við áföll vegna stríðs. Wiera yfirgaf Úkraínu til að hefja nýtt líf eftir að hafa verið útskúfað úr fjölskyldu sinni en fortíðin eltir hana uppi. Þetta er ekki rómantísk gamanmynd þar sem ástin hér er djúpstæðari. Þetta er ekki alvöruþrungin mynd þar sem enginn kvartar undan örlögum sínum. Hvað eigum við sameiginlegt með þeim? Allt. Hvað er það sem aðskilur okkur frá þeim? Allt.