Um myndina

Myndin lýsir vandkvæðum við að halda fjölskyldutengslum í umdeildu pólitísku andrúmslofti. Í Nasaret búa eldri hjón við þreytandi daglegt amstur. Hinum megin við landamærin, í Ramallah, vill sonur þeirra vera eilífur piparsveinn, dóttir þeirra er við það að fara eiga barn á meðan eiginmaður hennar fær hlutverk í kvikmynd og amman er að missa stjórn á lífi sínu. Innan um eftirlitsstöðvar og drauma, léttúð og stjórnmál, vilja sum þeirra flytjast á brott, hin vilja vera eftir en öll eru þau að kljást við persónuleg mál sem þau þurfa að leysa.