Um myndina

‘Pale Star’ fjallar um eigingirni ástarinnar. Það hvernig eigingirnin afhjúpar valdagræðgi og stjórnsemi og við sjáum í svartnætti hjartans morð í stað ástar. Harmsaga tveggja para sem verða á vegi hvers annars í dimmu og drungalegu landslaginu á suðurhálendi Íslands. Ferðalangurinn Molly flýr ofbeldisfullan eiginmann sinn, Kurt og fær aðstoð frá íslenskum nágranna, Sólveigu.  Á meðan vaknar eiginmaður Molly og uppgötvar að hann er yfirgefinn í læstum húsbíl. Hann brýst út og hittir Ara, elskhuga Sólveigar, sem tekur hann upp í við við vegakantinn og keyrir hann heim til Sólveigar. Alvöru íslensk rökkurmynd þar sem óhugnanleg leyndarmál eru dreginn fram í dagsljósið.