Um myndina

‘Fljótandi skýjakljúfar’ fjallar um sundkappann, Kuba, sem býr með móður sinni og kærustu.  Myndir skoðar bæði hið nána samband mæðginanna og ástríðufulla, eigingjarna ást milli unga parsins.  Þegar Michal hittir Kuba í partíi ógnar hið mikla aðdráttarafl milli þeirra öllum samböndum í lífi Kuba. Myndin hlaut East of West verðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary 2013 og verðlaun fyrir bestu leikstjórn á alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Transivaniu 2014.